Fréttir / News

Þá er Mikes Uti DARK BOY "Rusty" kominn til okkar úr einangruninni. Hann er yndislegur hundur og er ég viss um að hann eigi eftir að bæta svarta standard stofninn hérna á Íslandi. Ekki skemmir það að hann er Alþjóðlegur, Tékkneskur, Pólskur og Slóvenskur meistari. Ég er óendanlega þakklát Denisa Grand Calvera að treysta mér fyrir þessum gullmola sínum. Cool

/ Finally Mikes Uti DARK BOY "Rusty" has arrived to us from the quarantine. He is a wonderful dog who is an International, Czech, Polish and Slovenian champion and I'm sure he will help improve the black standard breeding here in Iceland. I am very grateful to Denisa Grand Calvera for trusting me for this wonderful dog.Love

Þar sem við erum að leita að fóðurheimili fyrir 1 árs gamaln rakka og ég er búin að fá svo margar fyrirspurnirum það hvað er fóðurheimili ákvað ég að setja inn hér smá texta um það hvað sé fóðurheimili.
Að veita hundi fóður heimili virkar þannig að þú færð hundinn sem gæludýr og þú þarft ekkert að borga fyrir hann. Það er gerður samningur okkar á milli og ég get ekki tekið hundinn af þér nema þú brjótir þann samning eða hugsir illa um hundinn. Það sem felst í þessum samningi er það að þú ert í raun að taka að þér gæludýr og allan þann kostnað sem því fylgir, það er þú þarft að borga fóðrið í hann, ormahreinsa, þessa árlegu sprautu, snyrta hann, leyfisgjald hundsins og allt það sem fylgir því að eiga hund sem gæludýr. Á hinn bóginn á ég allan ræktunarrétta hundsins, það er að segja ef ég vil sýna hann þá er það á minn kostnað bæði sýningargjaldið og sýningarsnyrtingin. Ég á rétt á því að fá hundinn lánaðan til þessa að sýna hann sem og ef ég ætla að para hann við tík þá á rétt á að fá hann í 3-4 daga til þess verkefnis. Þar sem hann verður sýndur þessi hundur þá þarf að halda honum í sýningarfeld. Hann er með mjög góðan feld sem auðvelt er að viðhalda og snyrta. Þetta er mjög skemmtilegur rakki og engin hegðunar vandamál í honum. Hann er góður í taumi og hlýðir innkalli í lausagöngu. Mjög forvitin og mikill leikur í honum enda ungur, en hann varð eins ár núna 5.mars. Hann elskar að vera með börnum sem og öðrum hundum. Endilega ef það eru fleiri spurningar þá er bara að spyrja c",)

Erum að leita af fóðurheimili fyrir yndislegan 1 árs gamlan svartan standard schnauzer strák. Þið sem hafið áhuga endilegar sendi mér einkapóst hér á sigrun@mitt.is eða hringið í mig í síma: 862-6969 c",)

Er komin heim eftir frábært ferðalag til Berlínar og síðan Prag að heimsækja Denisa Grand Calvera, en þar fékk ég að sjá mömmu hennar Rökkvu, VICTORY IN BLACK Grand Calvera og einnig ömmu hennar, FAME BLACK GRAND CALVERA og mömmu hans Skugga líka hana DARK BEAUTY Grand Calvera,ásamt fullt af öðrum frábærum hundum. Einn af þessum flottu hundum kom svo með mér til Íslands og það er Mikes Uti DARK BOY "Rusty". Þessi æðislegi hundur ætlar að reyna að eignast nokkra hvolpa hér á Íslandi með Íslenskum hundaskvísum, ef þær verða hrifnar af honum. Einnig fékk ég knúsa hana Thelmu en hún er 3 og 1/2 mánaða skvísa sem ætlar að gerast íslendingur eftir ca 3 og 1/2 mánuð. Svo það eru mjög svo spennandi tímar frammundan okkur c",)
/ Is back home after a great trip to Berlin and Prague to visit Denisa Grand Calvera, where I got to see mother of Rökkva, VICTORY IN BLACK Grand Calvera and also her grandmother, FAME BLACK GRAND Calvera and Skuggi mother too, DARK BEAUTY Grand Calvera, along with lots of other great dogs. One of these beautiful dogs came with me to Iceland and it's Mike's Uti DARK BOY "Rusty". This gorgeous dog will try to have a couple of puppies here in Iceland with an Icelandic dog chick, if they will be impressed by him. Also, I got a hug Thelma who is 3 and 1/2 month girl, who wants to become an Icelander after about 3 and 1/2 months. So there are very exciting times ahead of us c",)

B-gotið mitt er 1 árs í dag 05.03.2013.

Þau eru: Black Standard Born To Be Wild – Kolur / Black Standard Bobby Brown – Bobbý / Black Standard Brown Eyed Girl – Katla / Black Standard Best of My Love – Kolli / Black Standard Blackbird – Messi / Black Standard Black Magic Woman – Emma / Black Standard Bell Bottom Blues - Kolbeinn en þetta sú röð sem þau komu í heiminn. Ég vil óska þeim og eigendum þeirra innilega til hamingju með daginn Love

/ My B-litter are 1 year old today 05.03.2013.

They are: Black Standard Born To Be Wild – Kolur / Black Standard Bobby Brown – Bobbý / Black Standard Brown Eyed Girl – Katla / Black Standard Best of My Love – Kolli / Black Standard Blackbird – Messi / Black Standard Black Magic Woman – Emma / Black Standard Bell Bottom Blues - Kolbeinn, but this is the order in which they were born. Happy Birthday to you and your owners  Love