Velkomin á vefsíðu Black Standard ræktunar.
Við erum Sigrún Valdimarsdóttir og Þórir F. Ásmundsson, dóttirin heitir Auður Sólrún og sonurinn Alexander Freyr. Við ræktum svartan standard schnauzer og má segja að ræktunin okkar hafi byrjað árið 2008 þegar við fluttum inn tíkina "Christmas Baby Grand Calvera" eða Rökkvu, eins og hún er kölluð. Hún er fyrsti svarti standard schnauzerinn á Íslandi. Við heilluðumst alveg af þessari tegund þegar við eignuðumst Rökkvu og ákváðum við því að leyfa fleirum að njóta tegundarinnar. Um vorið 2010 fluttum við inn rakkann "You Are A Mystery Grand Calvera" og fékk hann gælunafnið Skuggi. Þau koma bæði frá sama ræktanda í Tékklandi.
Við höfum nú þegar verið með okkar fyrsta got og komu alls 7 hvolpaskott í heiminn þann 13. sept. 2010, 2 rakkar og 5 tíkur. Hér á þessari vefsíðu munum við setja inn fréttir af ræktuninni og koma með myndir og aðrar upplýsingar hvað hana varðar og vonum við að þið hafið gaman af.
🙃